James Hetfield er guðinn / VALDIMAR GUNNLAUGS

Valdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?  Gotye ásamt Kimbra, Somebody I used to know.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Á mínu heimili réð Gestur Einar ríkjum með útvarpsþætti sínum Hvítir Mávar. Klassík…..

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Remix diskur með Cypress Hill sem ég man ekki hvað heitir og svarti diskurinn með Metallica.

Hvaða græjur varstu þá með? Uhhhhhh……ferðageislaspilara.

Hvað syngur þú helst í sturtunni? Jólalög

Wham! eða Duran? Ég hlusta nú á hvorugt en ef ég þarf að velja þá Duran Duran.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Black Crowes

Þú vaknar í rólegheitum á sunnu-dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Radiohead.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér?  Ætli ég myndi ekki fara með konuna á Take That tónleika í Bretlandi. (Hún grét í marga daga þegar að þeir hættu).

Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Sem mikill Metallica aðdáandi á yngri árum dreymdi mig oft um að vera James Hetfield þannig að…..já James Hetfield er guðinn.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út?  Sú plata sem er mest í uppáhaldi hjá mér og hefur verið síðan ég heyrði hana fyrst er Around the Fur með Deftones.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir