Hekla með bílasýningu á Norðurlandi vestra sunnudag og mánudag

Sunnudaginn 10. júní hefst hringferð HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í fimm daga og á þeim tíma verða 13 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Á staðnum verður mikið um dýrðir Volkswagen e-Golf, Tiguan og T-Roc, Mitsubishi Outlander PHEV og L200, Skoda Kodiaq og Karoq, Audi Q7 og A3.

Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Selfossi. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur.

„Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en tveir til þrír staðir verða heimsóttir á dag,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen. „Það verða 10 bílar í hringferðinni og munum við bjóða fólki upp á reynsluakstur á hverjum stað. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar. Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU  þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.“

Hekla verður á eftirfarandi stöðum:

Sunnudagurinn 10. júní 2018
Hvammstangi frá kl. 14-15 | Við Félagsheimilið
Blönduós frá kl. 17-18 | N1
Skagaströnd frá kl. 20-21 | Olís

Mánudagurinn 11. júní 2018
Sauðárkrókur frá kl. 10-13 | KS verkstæði
Siglufjörður frá kl. 16-18 | Olís
Dalvík frá kl. 20-21 | N1

Þriðjudagurinn 12. júní 2018
Akureyri kl. 10-13 | Höldur
Húsavík frá kl. 16-17 | N1
Neskaupstaður frá kl. 20-21 | Olís

Miðvikudagurinn 13. júní 2018
Reyðarfjörður frá kl. 11:00-11:30 | Olís
Reyðarfjörður frá kl. 11:30-12:30 | Álverið
Egilsstaðir frá kl. 16 - 18 | Bílaverkstæði Austurlands

Fimmtudagurinn 14. júní 2018
Höfn í Hornafirði frá kl. 8.00-10.00 | Olís
Selfoss frá kl. 16.00 -18:00 | Bílasala Selfoss

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir