Helga Rós tekur við stjórn Skagfirska kammerkórsins
Skagfirski kammerkórinn hefur starfsemi sína á ný á nýju ári og fara æfingar af stað af krafti miðvikudaginn 9. janúar kl. 8:30 í Miklabæjarkirkju. „Nú er að koma í ljós að fréttir af andláti Skagfirska kammerkórsins voru stórlega ýktar!“ segir á heimasíðu kórsins.
Helga Rós Indriðadóttir hefur tekið við söngstjórn kórsins af Jóhönnu Marin Óskarsdóttur sem hefur leitt kórinn í söng frá árinu 2005. „Einnig bjóðum við velkomið söngfólk en það fjölgar heldur hjá okkur núna,“ segir loks á heimasíðunni.
