Héraðshátíð Framsóknarmanna
Héraðshátíð Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið á laugardaginn kemur á Mælifelli á Sauðárkróki. Hefst hún með hátíðarkvöldverði kl. 20 en klukkan 21:30 hefst síðan skemmtun. Kynnir og veislustjóri er Ásmundur Einar Daðason.
Á skemmtuninni koma fram, auk hans, Gunnar Bragi Sveinsson sem setur hátíðina, Eygló Harðardóttir flytur hátíðarræðuna, Álftagerðisbræður leika við undirleik Stefáns R. Gíslasonar. Sæþór Hinriksson, öðru nafni Sölmundur Halldórsson, skemmtir með söng og gamanmáli. Hagyrðingarnir Alfreð Guðmundsson, Hreinn Guðvarðarson og Árni Gunnarsson láta gamminn geysa undir stjórn Guðrúnar Sighvatsdóttur.
Skráning í kvöldverðinn er hjá Ásgrími í síma 893-1738 og Gunnari í síma 848-0285 og lýkur henni á föstudagskvöld. Miðaverð er krónur 4.000.-
