Hesthús, reiðskemma og nýtt fjós í Húnaþingi

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Húnaþings vestra í gær voru tekin fyrir nokkur erindi m.a. leyfi til að reisa reiðskemmu, fjós og breytta teikningu af hesthúsi. Þá lá fyrir umsókn um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús og breyting á þaki bílskúrs.

Gunnar Þorgeirsson sækir um leyfi til þess að reisa reiðskemmu að Neðri-Fitjum en málið var áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs 6. apríl 2017, þar sem skilgreindur byggingarreitur var samþykktur. Byggingarfulltrúi frestaði erindinu með vísan í athugasemdablað.

Óskar Már Jónsson sækir, f.h. Máreik um leyfi til þess að reisa fjós að Tannstaðabakka.

Áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs 6. apríl 2017, þar sem skilgreindur byggingarreitur var samþykktur. Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

Guðmundur Jónsson lagði inn breytta aðaluppdrætti af Refsteinsstöðum II, sumarhúsi. Fyrir lá spurning frá honum um hvort unnt sé að breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús. Byggingarfulltrúi frestaði erindinu með vísan til athugasemda og leiðbeininga sem verða sendar.

Haukur Ásgeirsson, lagði fyrir hönd Halldórs Líndal Jósafatssonar, inn breytta teikningu, af hesthúsi og samþykkti byggingarfulltrúi innlagða teikningu.

Sótt var um leyfi til þess að setja uppstólað þak á bílskúr að Melavegi 11 sem tilkynnta framkvæmd. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið með því skilyrði að stafn hins nýja þaks sé REI120. Erindið uppfyllir ekki skilyrði fyrir tilkynntri framkvæmd og verðu afgreitt sem byggingarleyfisumsókn.

Fleiri fréttir