Hið árlega hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í innanhúss knattspyrnu

Hin árlega hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í innanhús knattspyrnu fer fram miðvikudaginn 29. desember og hefst mótið kl 17:00. Spilaður verður svokallaður "löggubolti" þ.e.a.s. 4 í liði. 

Spilað er á handboltamörkin, ekki er leyfilegt að verja með höndum og boltanum er kastað inná (innkast) þegar hann fer útaf. Einnig þurfa einhverjir úr liðunum að sjá um dómgæslu þegar þau eru ekki að keppa. Þátttökugjald er 10.000 kr á lið og skal það greiðast með peningum (tökum ekki kort) áður en mótið hefst.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á olafurben@gmail.com eða í síma 8995676 (Óli Ben) eða 8663011 (Þórður Rafn) fyrir kl 22:00 þriðjudaginn 28. desember

Fleiri fréttir