Hljóðfærið mitt - Skarphéðinn H. Einarsson

Skarphéðinn með trompetinn góða. Mynd: Aðsend.
Skarphéðinn með trompetinn góða. Mynd: Aðsend.

Skarphéðinn H. Einarsson á Blönduósi ætlar að segja okkur frá uppáhalds hljóðfærinu sínu í Hljóðfærið mitt að þessu sinni. Skarphéðinn hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífi Austur-Húnvetninga í mörg ár, starfaði lengi sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er í dag kórstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðar. 


Hvaða hljóðfæri heldur þú mest upp á af þeim sem þú átt?
Ég á dálítið safn af hljóðfærum. Fjóra trompeta, þrjá gítara, bassa og ukulele. Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Ég lærði fyrst á gítar og spilaði með hljómsveitum hér á Blönduósi en seinna fór ég að blása í lúðra og endaði á trompeti, fór í Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem blásarakennari. 

Ert þú fyrsti eigandinn að hljóðfærinu?
Þegar ég varð sextugur gáfu samkennarar mínir í Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu mér Yamaha trompet sem er í miklu uppáhaldi. Ákaflega gott eintak sem gott er að spila á.

Hefur hljóðfærið hljómað á einhverjum plötum eða lögum?
Ég spilaði á það inn á plötu með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í lögum Geirmundar Valtýssonar. 

Hefur þetta hljóðfæri eitthvað fram yfir svipuð hljóðfæri að þínu mati?
Það er auðvelt að spila á þennan trompet, hann er opinn og það er létt að spila háa tóna á hann.


Gætir þú hugsað þér að selja hann einhvern tímann?
Hann verður sjálfsagt seldur einhvern tímann.

Hefur þú séð á eftir einhverju hljóðfæri sem þú værir til í að eiga í dag?
Já, ég átti einu sinni 12 strengja gítar af gerðinni Santana og hef alltaf séð eftir honum. 


/SMH

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir