Hólanemi í National Geographic
Föstudaginn 26. október sl. var fjallað um meistaraverkefni Hólanemans Jónínu Herdísar Ólafsdóttur, á forsíðu hins virta vefs National Geographic.
Á vef Hólaskóla er sagt frá því að í verkefni sínu er Jónína Herdís að rannsaka líffræðilegan fjölbreytileika í ferskvatnsgjám og gagnaöflunin felst meðal annars í köfun á vettvangi. Leiðbeinandi Jónínu Herdísar er dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson.
Umfjöllunina, ásamt myndbandi, er að finna hér í greinasafni NG.
