Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun
Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Vegurinn milli Fljóta og Siglufjarðar er ófær samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar sem og Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Brattabrekka. Margir vegir innan Skagafjarðar og Húnavatnssýsla eru ófærir og ættu vegfarendur að fylgjast vel með veðurlýsingum og færð áður en lagt er upp í bílferðir.
Spá Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra:
Norðan 13-20 m/s hvassast við ströndina, og él. Norðan 10-15 og úrkomuminna seint annað kvöld. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 23.11.2017 21:30. Gildir til: 25.11.2017 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost yfirleitt 2 til 7 stig.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en austan 10-15 og dálítil snjókoma eða slydda suðvestanlands um tíma. Frost víða 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Norðlæg átt og skýjað með köflum en dálítil él við ströndina norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Hægviðri og víða léttskýjað. Frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæg átt og hlýnandi veður. Dálítil rigning eða slydda norðan- og vestanlands en þurrt að kalla á Suðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.