Hópur Breta kynnti sér norðlenska matarmenningu

Síðustu daga hefur hópur Breta verið á ferðalagi um Norðurland til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.
Síðustu daga hefur hópur Breta verið á ferðalagi um Norðurland til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.

Hópur Breta hefur verið á ferðalagi um Norðurland undanfarið til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Samanstendur hópurinn af fagfólki í ferðaþjónustu sem tengist matarupplifun og auk framantöldu fengu þau einnig að kynnast menningu og sögu landshlutans.

Á  heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að gestirnir hafi fengið kynningu á verkefninu Taste North Iceland og matarstígunum Matarkistan Skagafjörður, Matarstígur Helga magra og Taste Mývatn.

„Þetta er fyrsta stóra heimsóknin sem við fáum eftir að heimsfaraldurinn skall á og því sérstaklega ánægjulegt að geta boðið hópinn velkominn til okkar. Hluti þeirra kom hingað í kynnisferð árið 2015 þar sem fólk frá Bretlandi kom til að kynna sér norðlenska matarferðaþjónustu og tók þátt í North Iceland Local Food Festival. Nú er enn stærri hópur á ferð eða 25 manns og bera þau norðlenskum mat og ferðaþjónustu góða sögu. Við viljum þakka þeim Karen Donnelly og Jackie Ellis hjá Tourism Angles fyrir gott samstarf,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands á heimasíðu stofunnar.

Sjá nánar HÉR

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir