Hrefna heiðruð af Krabbameinsfélagi Skagafjarðar
Krabbameinsfélag Skagafjarðar tekur þátt í alþjóðlegu árvekniátaki um brjóstakrabbamein. Þriðjudagskvöldið 8. október var „Bleikur skvísuhittingur“ á Kaffi Krók og við það tilefni var Hrefna Þórarinsdóttir á Sauðárkróki heiðruð af félaginu og sæmd Bleiku slaufunni í þakklætisskyni fyrir hennar framlag í þágu félagsins.
Hrefna greindist sjálf með krabbamein árið 2009 og hefur síðan, auk þess að berjast sjálf við sjúkdóminn, látið gott af sér leiða til annarra sem eru í sömu sporum.
Það var sr. Dalla Þórðardóttir sem leiddi samkomuna og gerði hvunndagshetjur að umræðuefni í ávarpi til viðstadda. „Hvunndagshetjan sem Krabbameinsfélag Skagafjarðar vill heiðra hefur bætt við sinn hversdag til þess að létta öðrum róðurinn. Hrefna hefur verið ótrúlega og atorkusöm í því að duga öðrum. Hún hefur leitt og haldið utan um starfið hjá Dugi undanfarið og hvatt fólk til að koma í mánaðarlegar samverur þar sem hvert og eitt þeirra sem mætir styður aðra,“ sagði Dalla
