„Mig minnir að fyrsta platan hafi verið með The Shadows“ / SKARPHÉÐINN EINARS

Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.

Meðal helstu afreka sinna á tónlistarsviðinu segir hann vera að leika með Lúðrasveitinni Svani í 12 ár og að hafa leikið með í fjölda útvarps- og sjónvarpsútsendinga. Hann lék óperunni Aida 1985-86 og í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum 1988. Þá var Skarphéðinn í hljómsveitunum Sveitó, Kurli og Ósmönnum frá Blönduósi sem nú kalla sig Demó.

Uppáhalds tónlistartímabil? –Árin 1960-1980.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Allskonar tónlist, klassík, popp, rokk og kántrý og um þessar mundir hlusta ég mikið á tónlist frá Mið-Evrópu en söngvari sem heitir Semino Rossi er í miklu uppáhaldi.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Aðallega var hlustað á Rás 1 og 2.

Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? -Mig minnir að fyrsta platan hafi verið með The Shadows. Svo komu Bítlarnir og Hollies sem voru í sérstöku uppáhaldi í mörg ár.

Hvaða græjur varstu þá með? -Lítinn plötuspilara sem hét Garridge að mig minnir.

Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf? -Fyrsta platan var trúlega plata með Tom Jones. Lögin sem ég fílaði mest var I´m alive  með Holles og It Won´t Be Long  með Bítlunum.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -Nútíma rapp.

Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? -La det swinge , Congratulation, Fly on the Wings of Love. Nína, Sókrates, All ot of luck.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Tom Jones, Dave Clark Five, The Kinks, Sálina, Mannakorn.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? The Moody Blues, Semino Rossi, André Rieu.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Að sjá Paul McCartney eða Semino Rossi. og tæki frúna með.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Chuck Mangione – flugelhorn leikari.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Þær eru nokkrar: Sumar á sírlandi með Stuðmönnum, Lifun með Trúbroti, Abbey Road með Bítlunum, og plata með Carlos Santana.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? Þetta er flókið ég hef svo víðan tónlistarsmekk.
Bohemian Rhapsody / Queen.
Abbey Road Medley / The Beatles.
Du Är Min Man / Helen Sjöholm og Benny Anderson orkester
Aber Dich ... / Semino Rossi
Chuck Mangione / Feels So Good
Maggi Kjartans / To Be Grateful

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir