Húnaþing vestra semur við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi Húnaþings vestra, Ólafur Jakobsson, hefur látið af störfum og fól byggðarráð sveitarstjóra að leita leiða til úrlausnar á verkefnum embættisins. Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra kemur kom fram að sveitarstjóri hafi kynnt tímabundna lausn á störfum fulltrúans.

Þau fela m.a í sér samkomulag við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa og að ráðinn verði aðstoðarmaður byggingarfulltrúa í tímabundið hlutastarf. Fyrir fundinum lágu einnig drög að samkomulagi við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa. Byggðarráð samþykkti fyrirkomulagið og fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Blönduósbæ og fól sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir