Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Elín Jóna formaður byggðarráðs, Erla og Ína Björk úr dómnefndinni ásamt Sólrúnu og Mikael, Pétri og Ármanni syni Péturs. Mynd: Hunathing.is.
Elín Jóna formaður byggðarráðs, Erla og Ína Björk úr dómnefndinni ásamt Sólrúnu og Mikael, Pétri og Ármanni syni Péturs. Mynd: Hunathing.is.

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi  hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.

Verðalaunahafar voru Strandgata 2, Hvammstanga sem hlaut viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega einkalóð sem byggð er á gömlum grunni og fléttast þar saman gamall trjágróður og ýmsar nýjungar og nútíma þægindi. Eigendur eru Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson.

Neðri-Torfustaðir í Miðfirði fengu viðurkenningu fyrir vel hirt sveitabýli. Þar eru mannvirki vel máluð og ásýnd og umhverfi snyrtilegt og stílhreint. Á jörðinni er tvíbýli en sameiginlegur búskapur. Eigendur eru annars vegar Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason og hins vegar Benedikt Björnsson og Heiðrún Brynja Guðmundsdóttir.

Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra og viðurkenningarnar sagðar bera þessum aðilum vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Fleiri fréttir