Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina

Það var boðið upp á andlirsmálun á Húnavöku. MYNDIR: ÓAB
Það var boðið upp á andlirsmálun á Húnavöku. MYNDIR: ÓAB

Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.

Þar voru það stuðboltarnir Villi og Sveppi sem stjórnuðu ferðinni. Á sama tíma var keppt í torfæru í námunni við Kleifarhorn, golfmót fór fram á Vatnahverfisvelli, boðið var upp á útsýnisflug og margt margt fleira. Sannarlega metnaðarfull og glæsileg dagskrá á Húnavöku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir