Hundakostur lögreglunnar til lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Mynd: Pexels.com
Mynd: Pexels.com

Morgunblaðið greindi frá því  frá því á miðvikudag að lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra hafi verið falin umsjón með hundakosti lögreglunnar hér á landi. Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað um aðgerðaleysi í málefnum fíkniefnahunda hér á landi en í samtali við Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra, kemur fram að nú muni verða breyting á málaflokknum og tekið á málum af festu.

Sigríður segir að öll lögregluembættin á landinu verði framvegis í samstarfi við lögreglustjórann á Norðurlandi vestra hvað hundakost varðar. „Aðstæður eru þannig að hann getur tekið við þessu og þannig verður þessu háttið. Hjá honum verður lögreglumaður sem mun taka þetta verkefni að sér og verður í raun þessi yfirhundaþjálfari sem eitt sinn starfaði hjá ríkislögreglustjóra.“  Umræddur lögreglumaður mun vera Steinar Gunnarsson á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir