Hvað getur Íslandsstofa gert fyrir þig?

Fimmtudaginn 10. október kl. 12 – 13 er boðið upp á kynningarfund á Kaffi Krók þar sem starfsfólk Íslandsstofu mun kynna þá þjónustu sem stendur til boða fyrir fyrirtæki sem íhuga að fara í útflutning eða vilja markaðssetja sig erlendis.

Þær spurningar sem m.a. verður leitast við að svara eru:

-Hverjar eru mikilvægustu spurningarnar sem þarf að spyrja sig að í upphafi útflutnings?

-Hvernig er undirbúningi best háttað?

-Hvar og hvernig eru upplýsingar um markaði fundnar?

-Hver eru mikilvægustu atriðin sem hafa þarf í huga þegar farið er inn á markað erlendis?

-Hvernig getur Íslandsstofa aðstoðað?

Kynningin mun taka u.þ.b. 30 mínútur en boðið verður upp á spjall á eftir yfir léttum hádegisverði.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 455-6049, 823-8087 eða á netfangið laufey@ssnv.is.

Allar nánari upplýsingar gefur Andri Marteinsson hjá Íslandsstofu, andri@islandsstofa.is

Fleiri fréttir