Hvatning til landbúnaðarráðherra
Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 3. janúar sl. var rætt um dóm Efta dómstólsins þess efnis að bann íslenskra stjórnvalda við innflutning á hrárri og unninni kjötvöru samrýmist ekki ákvæði EES-samningsins.
Eftirfarandi var fært til bókar:
„Landbúnaðarráð Húnaþings vestra óskar nýjum landbúnaðarráðherra velfarnaðar í starfi. Jafnframt er hann hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA-dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði. Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni."