Hvöt sigraði Gróttu
Okkar menn í Hvöt kláruðu sumarið með stæl um helgina og sigrðu lið Gróttu með fjórum mörkum gegn engu. Með þessum árangri endaði Hvöt í fjórða sæti deildarinnar.
Á húnahorninu kemur fram að leikurinn hafi farið fram í strekkings vindi að sunnan og byrjuðu Gróttumenn með vindinn í bakið. Þrátt fyrir það voru það Hvatarmenn sem tóku öll völd nánast frá byrjun. Lítið reyndi á Sigmar Inga Sigurðarson í marki Hvatar en hann stóð í marki Hvatar þarf sem Nezir var í banni. Hvatarmenn skorðuðu fyrsta mark leiksins á 23. mínútu þegar Calum Þór Bett skoraði með föstu skoti eftir að boltinn hafði borist til hans hægra megin í teignum. Ekki var langt að bíða eftir marki númer 2, en á 25. mínútu fékk Trausti Eiríksson sendingu í gegnum vörn Gróttu frá Calum Þór og sendi knöttinn framhjá markverði Gróttu og staðan orðin 2-0.
Áfram sóttu Hvatarmenn og uppskáru 3ja markið á 30. mínútu þegar Bjarni Pálmason prjónaði sig í gegnum slaka vörn Gróttu eftir góða sendingu frá Óskari og renndi knettinum í markið. Staðan því 3-0 í hálfleik.
Í síðari hálfleik héldu Hvatarmenn áfram að sundurspila Gróttumenn og uppskáru fjórða markið á 57. mínútu þegar þeir Trausti og Óskar Snær spiluðu sig í gegnum vörn gestanna sem endaði með því að Óskar fékk boltann einn á auðum sjó og skoraði. Eftir þetta fengu gestirnir tvö hálffæri og heimamenn áttu nokkur hálffæri einnig ásamt einu skoti í stöng. Undir lok leiksins fékk Sigurjón Jónsson leikmanns Hvatar rauða spjaldið fyrir ljótan munnsöfnuð en eftir það fjaraði leikurinn út. Lokatölur urðu sanngjarn 4-0 sigur heimamanna og 4. sætið varð þeirra en liðinu var spáð 4-5. sæti í mótinu.
