Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.
Grunnskóli Húnaþings vestra. Mynd af heimasíðu skólans.

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála til næstu 30 ára í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 29. nóvember kl. 18:00 – 20:00. Á fundinum verður óskað er eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.

Byggðarráð Húnaþings vestra skipaði í maí sl. starfshóp sem hefur umsjón með vinnu við mat á þörfum skólans varðandi húsnæðismál hans. Starfshópurinn hefur fundað með fulltrúum helstu hagsmunaaðila en kallar nú eftir víðtækara samstarfi.

Allir áhugasamir um skipan leik-, tón- og grunnskólamála í Húnaþingi vestra eru velkomnir. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig hér eða í Ráðhúsinu, fyrir kl. 12:00 á miðvikudag. 

Fleiri fréttir