„Búinn að hlusta mikið á jólalög undanfarið“ / JÓHANN DAÐI

Jóhann Daði við settið. MYND: LAUFEY HARPA
Jóhann Daði við settið. MYND: LAUFEY HARPA

Að þessu sinni er það trommarinn og slagverksleikarinn geðþekki, Jóhann Daði Gíslason (2000), sem svarar Tón-lystinni. Jóhann er alinn upp í Drekahlíðinni á Króknum en segist núna vera hér og þar. Hann er sonur Gísla Sigurðssonar og Lydíu Óskar Jónasdóttur og því með fótbolta í æðunum og dró fram markaskóna síðasta sumar og dúndraði inn nokkrum mörkum af hægri kantinum fyrir lið Tindastóls.

Spurður út í helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann það vera að hafa gefið út lagið Dúddírarirey með félögum sínum í Danssveit Dósa og skipuleggja tónleikana Jólin heima– sem vill svo skemmtilega til að verða einmitt nú um helgina.„Æfingar ganga mjög vel og það fer hver að verða síðastur að kaupa sér miða á tónleikana. Tónleikarnir verða haldnir í Miðgarði þann 10.desember og getur fólk tryggt sér miða á tix.is.“ [Reyndar er orðið uppselt á tónleikana,]

Jólin heima voru fyrst haldin fyrir tómum sal í Bifröst á Sauðárkróki fyrir jólin 2020 í miðri Covid-lokun. Tónleikunum var þá streymt á netinu við góðar undirtektir, fjöldi fólks fylgdist með og sendi inn framlög til styrktar Fjölskylduhjálp Skagafjarðar en alls söfnuðust 913 þúsund krónur. Góður undirtektir hvöttu tónleikarahaldara til dáða og leikurinn var endurtekinn fyrir jólin í fyrra en þá má áhorfendur mæta og fjölmenntu í Miðgarð.

Það sem er skemmtilegast við framtakið er að það er einvalalið ungra skagfirskra tónlistarmanna og söngvara sem stígur á stokk og flytur uppáhalds jólalögin sín og annarra. Fjörðurinn fagri er nefnilega stútfullur af mögnuðu ungu listafólki. Sigvaldi, Sóla og Malen, Rannveig, Gunnar Hrafn, Eysteinn, Ingi Sigþór, Róbert Smári, Valdís, Dagný Erla og Emelíanna Lillý annast sönginn. Hljómsveit kvöldsins skipa síðan Sæþór, Sigvaldi (hljómsveitarstjóri), Eysteinn, Arnar Freyr, Alex Már og Jóhann Daði og loks aðkomumennirnir Fróði Snæbjörnsson, Jakob Grétar og Ragnar Már.

Jóhann Daði svaraði tón-lystinni um miðjan nóvember og vindum okkur í svörin...

Hvaða lag varstu að hlusta á?Ég var að hlusta á Rockin’ með The Weeknd.

Uppáhalds tónlistartímabil? Ég get eiginlega ekki valið, ég er með mjög víðan tónlistarsmekk.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Það værubara lög sem koma mér í gír eða Jólalögin. Búinn að hlusta mikið á jólalögin undanfarið.

Hvaða lag er í uppáhaldi akkúrat núna? Dínamít með Úlfur Úlfur.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?Það var mikið hlustað á Queen, Bubba, Stuðmenn og Stjórnin

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér?Ég man ekki hver var fyrsta platan var sem ég keypti mér en man eftir fyrsti plötunni, það var Guerilla Disco með Quarashi.

Hvaða græjur varstu þá með?Ég var með gamla góða geislaspilarann.

Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn?Það var Stick Em up með Quarashi, vildi alltaf syngja það í tónmennt í grunnskóla í staðinn fyrir smábarnalögin sem voru alltaf sungin.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér?Shallow fer óstjórnlega í taugarnar á mér, einungis af því þetta er ofspilað lag. Samt mjög flott lag.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð?Fyrsta lagið sem mér dettur í hug er bara Ofboðslega Frægur með Stuðmönnum.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra?Eitthvað gott með Elvis, þá væri það líklega If i can dream eða Unchained Melody.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér?Ég myndi vilja fara til LA á tónleika með The Weeknd og myndi taka Rakel Svölu systir mína með mér.

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf?Skrýtið að segja frá því en á þeim tíma hlustaði ég mikið á Green Day en hef örugglega hlustað mest á Stuðmenn á rúntinum með honum Eysteini Ívari.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mest áhrif á þig?Hef dreymt um að vera Roger Taylor trommari Queen en Ásgeir Óskarsson trommari Stuðmanna hefur líklegast haft mestu áhrifin á mig.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig mestu máli?Allar plöturnar með Stuðmönnum. Magnað hvað þeir hafa gefið út mikið af góður plötum og lögum.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? (lag/flytjandi)

  1. Dínamít með Úlfur Úlfur
  2. Alright með Kendrick Lamar
  3. Rockin með The Weeknd
  4. If i can dream með Elvis
  5. Ástardúett með Stuðmönnum
  6. Suspicious Minds með Elvis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir