Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Hressir krakkar á námskeiði. Mynd: Húnaþing.is.
Hressir krakkar á námskeiði. Mynd: Húnaþing.is.

Veðrið lék við krakkana. Mynd: Húnaþing.is.Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.

Á námskeiðum jafningjafræðslunnar er boðið upp á góða og hnitmiðaða fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífstíl. Hugmyndafræði jafningjafræðslunnar er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“. Á námskeiðunum eru ungmennin eru frædd um margvísleg málefni, spurningum þeirra er svarað og farið er í skemmtilega og fræðandi hópeflisleiki. Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.

Jafningjafræðslan er hópur ungmenna á aldrinum 17-21 árs. Þau koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi og hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn og hæfileika.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu. Á undirbúningsnámskeiðinu fá fræðararnir fræðslu frá fagaðilum sem endurspeglar ungmennamenningu hvers tíma ásamt þjálfun í raddbeitingu, framkomu og því hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir