Javon Bess til liðs við Tindastól

Javon Bess. MYND AF NETINU
Javon Bess. MYND AF NETINU

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil, 2021-2022. Javon er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla-deildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn.

„Stjórn kkd. Tindastóls vonast til að Javon komi til landsins í ágúst en þó er aldrei að vita hvort ferðatakmarkanir í Bandaríkjunum muni hafa áhrif þegar líður nær hausti. Stjórnin er spennt að sjá Javon sprikla á parketinu í Síkinu,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.

Bess er fjórði leikmaðurinn sem skrifar undir samning við lið Tindastóls það sem af er sumri en fyrst samdi Sigurður Gunnar Þorsteinsson við Stólana, í fyrradag bættist Sigtryggur Arnar í hópinn og síðan liðsfélagi hans á Spáni, Taiwo Badmus, og nú Bess. Það verður spennandi að fylgjast með liði Tindastóls næsta vetur.

Hér má sjá myndskeið þar sem Javon Bess fer á kostum >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir