Kaffihlaðborð í Hamarsbúð

Hamarsbúð á Vatnsnesi. Mynd: Visithunathing.is
Hamarsbúð á Vatnsnesi. Mynd: Visithunathing.is

Húsfreyjurnar á Vatnsnesi halda kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi nú um verslunarmannahelgina eins og þeirra hefur verið háttur mörg undanfarin ár. Þar verða dýrindis kræsingar á boðstólum; rjómapönnukökur, smurbrauð og annað fjölbreytt meðlæti að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi.

Opið verður milli klukkan 14 og 18 laugardaginn 5. ágúst og sunnudaginn 6. ágúst. Kaffið kostar kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir 6 - 12 ára. 

Gudrun Kloes sýnir textilmyndir. 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Fleiri fréttir