Kjarnorkuákvæðið virkjað
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti beitti, í upphafi þingfundar í dag, 71. grein þingskaparlaga og lagði þar með til atkvæðagreiðslu tillögu um að stöðva um frumvarpið en kjarnorkuákvæðinu, eins og það er oft kallað, hefur ekki verið beitt síðan 1959. Tillagan var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 20 atkvæðum.
Þetta eru auðvitað stórtíðindi í íslenskri pólítik. Hiti er mikil á alþingi og spurning hvernig störf þingsins verða í framhaldinu.
Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, var í viðtali á mbl.is nú fyrir stundu: „Það var ekki góður dagur á þinginu hér í gær. Byrjunin á þessum er ennþá verri. Ég harma þessa ákvörðun og ég harma það að Alþingi Íslendinga sé komið á þennan stað, sem við erum í dag. Ég óttast að hér sé sett lína í sandinn sem muni marka komandi þing og þingvetra umfram allt sem við getum ímyndað okkur hér í dag,“
Sigmar Guðmundsson Viðreisn hafði þetta að segja: mbl.is birtir: „Það er ekki þannig að stjórnarandstaðan eigi að hafa neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Hér eru mál afgreidd ef þau eru í ágreiningi með atkvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þingmönnum. Það er það sem er í uppsiglingu í þessu máli og ég virði ákvörðun forseta heilshugar.“
En hvernig er þessi 71.grein? Dagur B. Eggertson Samfylkingu, fjallar um grein 71 á visir.is, í gær,11 júlí:
„Er þetta nýtt? Ákvæðið í 71. gr. þingskapanna er sannarlega ekki nýtt. Þvert á móti er það að stofni til frá 1875 í þeim bráðabirgðaþingsköpum sem Danakonungur lagði fram með stjórnarskránni sem hann færði Íslendingum (einsog það var orðað) sama ár. Þjóðþingið hélt ákvæðinu óbreyttu í þingsköpum sem samþykkt var eftir yfirlegu árið eftir, 1876. Ákvæðið í núverandi mynd er frá 1936 og þá bættist við að óheimilt væri að takmarka umræður með ákvæðinu nema þær hefðu þegar staðið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. Í þingtíðindum má lesa að þingmenn úr öllum eða nær öllum flokkum hafa fært rök fyrir gildi ákvæðisins á síðustu öld. Þeirra á meðal Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra Alþýðuflokksins, Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Framsóknarflokksins, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Benediktssonar eldri og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins.
Hvenær hefur 71. gr. verið notuð? Ljóst er af lestri umræðna á Alþingi frá síðustu öld að búist var því að greinin yrði meira notuð en raunin hefur orðið. Það er þó ekki svo að hún hafi ekki verið notuð. Fyrst árið eftir að hún varð til í núverandi mynd, árið 1937 í umræðu um Slíldarverksmiðjur ríkisins. Árið 1947 í umræðu um dýrtíðarráðstafanir (verðbólgu) sem staðið hafði í átta klukkustundir. Árið 1949 í umræðu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu var umræðan takmörkuð við þrjár klukkustundir í upphafi umræðunnar með atkvæðagreiðslu á grundvelli greinarinnar. Árið 1959 í umræðu um fjármálaráðstafanir sem staðið höfðu fram á nótt. Að endingu var greininni beitt árið 1989, einnig að næturlagi, en þá gætti forseti þess ekki að bera tillögu sína undir atkvæði og baðst í kjölfarið afsökunar.”
Hvernig sem mál þróast í framtíðinni er ljóst að 11 júlí fer í sögubækurnar. hmj