Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Á morgun verður fyrsti stórleikur sumarsins í 4. deild karla á Blönduósvelli leikinn og hefst hann kl. 14:00 þegar Kormákur/Hvöt tekur á móti liði Hrunamanna.  Kormákur/Hvöt hefur byrjað Íslandsmótið vel, liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og marktöluna 8-3. Búist er við hörkuleik og eru allir hvattir til að mæta á völlinn og styðja vel við bakið á heimamönnum. Frítt er á völlinn.

 

Fleiri fréttir