Kristín ráðin í starf menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa á Blönduósi

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir. MYND: BLÖNDUÓS.IS
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir. MYND: BLÖNDUÓS.IS

Krístín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf hjá Blönduósbæ sem auglýst hefur verið að undanförnu en það er starf menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Hún starfar nú sem launafulltrúi á skrifstofu Blönduósbæjar og mun sinna því starfi þar til nýr launafulltrúi hefur verið ráðinn en hún mun formlega taka við hinu nýja starfi um næstu áramót.

Í frétt á heimasíðu Blönduósbæjar segir að ákveðið hafi verið um mitt ár að auglýsa hina nýju stöðu og leggja niður frá sama tíma starf Forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar, sem mun falla undir hið nýja starf ásamt þróunarvinnu með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins og einnig áform um að þróað verði á næstu árum nýtt Frístundaheimili Blönduósbæjar. Þá mun starfið einnig verða tengiliður við embætti Landlæknis og  umsjónaraðili með verkefninu Heilsueflandi samfélag sem sótt hefur verið um en einnig vera tengiliður sveitarfélagsins við öll félög og samtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu sem og alla menningartengda viðburði sem sveitarfélagið kemur að.

Kristín Ingibjörg hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á öllum þeim þáttum sem starfið nær til og þekkir vel til allra innviða í sveitarfélaginu og á starfssvæðinu. Þá hefur hún einnig menntun og reynslu sem nýtist í þessu nýja og fjölbreytta  starfi sem miklar væntingar eru bundnar við.

Heimild: Blönduós.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir