Krossgátuverðlaun Fermingafeykis

Nöfn vinningshafa dregin út. Mynd: ÓAB.
Nöfn vinningshafa dregin út. Mynd: ÓAB.

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í verðlaunakrossgátu fermingarblaðs Feykis. Þátttaka var mjög góð og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna. Rétt lausn er: Gleðilega páska.

Tvenn bókaverðlaun voru í boði fyrir heppna krossgátuunnendur og fær hvor vinningshafi fyrir sig bókina Eldað undir bláhimni. Þær heppnu eru:

Sigríður Guðmundsdóttir
Mosfellsbæ

og

Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir
Hofsósi

Feykir óskar vinningshöfum til hamingju og eru bækurnar  þegar komnar af stað til vinningshafa.

Fleiri fréttir