KS áfram með matargjafir fyrir jólin

Fyr­ir síðustu jól og fram eft­ir þessu ári hefur Kaupfélag Skagfirðinga gefið mat­væli sem dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um er að ræða kjöt- og mjólk­ur­vör­ur, græn­meti, kart­öfl­ur og brauð. „Það hef­ur orðið að sam­komu­lagi á milli kaup­fé­lags­ins og hjálp­ar­stofn­ana að halda þessu sam­starfi áfram núna í aðdrag­anda jól­anna,“ seg­ir Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi en KS mun áfram gefa mat­væli til nokk­urra hjálp­ar­stofn­ana hér á landi.

Í fréttinni segir að upp­haf­lega hafi staðið til að gefa mat „...ein­göngu fyr­ir síðustu jól til að létta und­ir með fjöl­skyld­um sem höfðu orðið fyr­ir barðinu á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og til­heyr­andi at­vinnu­leysi. Var reiknað með mat í 40-50 þúsund máltíðir en í ljósi þess hve þörf­in var mik­il ákvað KS að halda aðstoðinni áfram eft­ir síðustu ára­mót. Stór hluti mat­væl­anna hef­ur farið til Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands en einnig til mæðra­styrksnefnda víða um land, Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, Hjálp­ræðis­hers­ins og Rauða kross Íslands.

„Við sjá­um fram á að geta aðstoðað þúsund­ir núna í nóv­em­ber og des­em­ber. Þetta er frá­bært fram­lag frá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga og ger­ir gæfumun­inn, bara fyr­ir síðustu jól reiknaðist okk­ur til að verðmæti máltíðanna sem við út­hlutuðum hefði verið um 47 millj­ón­ir króna. Síðan héldu gjaf­irn­ar áfram til páska og ég hygg að kaup­fé­lagið hafi gefið alls um 100 millj­ón­ir króna, bara til okk­ar,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir hjá Fjöl­skyldu­hjálp­inni. „Við tök­um niður pant­an­ir hjá okk­ar skjól­stæðing­um og fáum mat­vör­ur í sam­ræmi við það frá kaup­fé­lag­inu. Hver fjöl­skylda fær þrjár eða fjór­ar máltíðir.“

Reiknað er með að aðstoðin fari fram með svipuðum hætti og verið hef­ur. Úthlut­an­ir mat­væl­anna frá KS hefjast hjá hjálp­ar­stofn­un­um í byrj­un nóv­em­ber og munu standa yfir fram að jól­um.

Heimild: Morgunblaðið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir