Kuldi áfram á landinu

Svona var um að litast á Holtavörðuheiði  klukkan 9 í morgun. Mynd: Vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Svona var um að litast á Holtavörðuheiði klukkan 9 í morgun. Mynd: Vefmyndavél Vegagerðarinnar.

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa sloppið bærilega frá því leiðindaáhlaupi sem gengið hefur yfir landið síðasta sólarhringinn miðað við spár. Á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt á landinu í dag en stormur suðaustan til. Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður frá Freysnesi að Jökulsárlóni.

HoltavörðuheiðiÞar sem margir eru komnir með sumardekkin undir bíla sína eru vegfarendur beðnir um að athuga með veður og færð ætli þeir sér yfir Öxnadalsheiðina en eins og stendur er snjóþekja á veginum, þriggja gráðu frost og 15 m/s. Við Herkonugil á Siglufjarðarvegi er 16 m/s en hviður fara upp í 20 m/s og er hitinn um ein gráða í mínus.
Vegir yfir Vatnsskarð og Holtavörðuheiði eru alauðir, vindur um 10-12 m/s og hitastig um núllið.

VatnsskarðVeðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra

Norðaustan 13-20 m/s, hvassast á annesjum. Rigning eða slydda með köflum, en snjókoma til fjalla. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt, norðaustan 10-18 á morgun og stöku él. Hiti kringum frostmark.

ÞverárfjallVeðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austan 10-18 m/s og rigning með köflum, en mikil rigning austantil. Hægari síðdegis og úrkomuminna. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning eða talsverð rigning suðaustan- og austanlands, en annars smá skúrir. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

StafáÁ mánudag:
Austlæg átt 5-10 m/s og úrkomulítið, en hvessir með rigningu SA-til um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Austlæg átt. Rigning sunnantil, en annars skýjað með köflum og sums staðar skúrir. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með kólnandi veðri. Víða skúrir, en þurrt og bjart að mestu suðvestantil.

Fleiri fréttir