Kvennahlaup um helgina
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 29. skipti næsta laugardag, 2. júní, en það var þann 30. júní árið 1990 sem fyrsta hlaupið var haldið. Búist er við góðri þátttöku að vanda en á síðasta ári voru um 12 þúsund hlauparar með á 91 hlaupastað á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á átta stöðum á Norðurlandi vestra en vert er að geta þess að á Hofsósi og Borðeyri verður hlaupið á sunnudag og í Fljótum viku síðar, þann 10. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um vegalengdir og skráningu á heimasíðu hlaupsins.
Staðirnir eru:
Fljót Sundlaugin Sólgörðum kl. 10:30 sunnudaginn 10. júní.
Hofsós Sundlaugin Hofsósi kl. 10:30 sunnudaginn 3. júní.
Hólar Hólaskóli kl. 10:30.
Sauðárkrókur Sundlaug Sauðárkróks kl. 10:00. Upphitun hefst kl. 9:45 á Flæðunum hjá sundlauginni.
Varmahlíð Sundlaugin Varmahlíð kl. 10:00.
Blönduós Blönduskóli kl. 11:00.
Hvammstangi Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 14:00.
Borðeyri Tangahúsið á Borðeyri, sunnudaginn 3. júní kl. 13:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.