Landnámshænan lifir góðu lífi á Tjörn

Það fer vel um hænurnar á Tjörn. Mynd: Heimasíða landnámshænunnar.

Að Tjörn á Vatnsnesi er stærsta bú með Íslensku Landnámshænuna hér á landi.

Stofninn telur um 200 hænur og 25 hana og er sala á frjóum eggjum og ungum á öllum aldri þar mest allt árið um kring. Fuglarnir eru frjálsir í rúmgóðu húsi og fá alltaf að fara út, allt árið, svo framarlega sem veður leyfir. Þeir hafa frjálsan aðgang í fóður og vatn, sem er sjálvirkt og skammta þeir sér það því sjálfir eftir þörfum.

Allar nánari upplýsingar um Tjörn á Vatnsnesi má finna hér

Fleiri fréttir