Leikritið um Gutta og Selmu aðgengilegt öllum sem útvarpsleikrit

Upptökur og þátttakendur í útvarpsleikhúsinu. Mynd af Draumaleikhusid.is.
Upptökur og þátttakendur í útvarpsleikhúsinu. Mynd af Draumaleikhusid.is.

Hvað er betra í Kóvidinu en að njóta þess að hlusta á leikrit um þau Gutta og Selmu sem var gert að útvarpsleikhúsi fyrir ári. Á tímum þar sem flestir voru í einangrun, var útvarpsleikhúsið tekið upp á Akureyri, Danmörku, Reykjavík og á Sauðárkróki. En allt hefur sinn tíma, segir á heimasíðu Draumaleikhússins, og nú er komið að því að hlustendur fái að njóta.

Um er að ræða leikritið Gutti & Selma og ævintýrabókin sem sýnt var á leiksviði árið 2018 í Laugarborg á Handverkshátíð og á Barnamorgni í Hofi í samvinnu við MAK. Leikarar tóku upp á heimilum sínum í samkomubanni og er allt svo sett saman á einum stað. Leikritið er líflegt og skemmtilegt með þekktum lögum. Skagfirðingar koma við sögu sýningarinnar, Emilíana Lillý Guðbrandsdóttir sem leikur Línu Langsokk og Haukur Sindri Karlsson sem sér um músíkina og ekki má gleyma Fúsa Ben sem tók upp Línu Langsokk.

„Leikarar tóku upp á heimilum sínum í samkomubanni og er allt svo sett saman á einum stað. Leikritið er líflegt og skemmtilegt með þekktum lögum. Allir gáfu vinnuna við upptökur og berum við þeim okkar bestu þakkir. Enda er þetta útvarpsleikhús fyrir ykkur, alveg ókeypis,“ segir á Draumaleikhusid.is.

Draumaleikhúsið
Á heimasíðu Draumaleikhússins kemur fram að það sé sjálfstætt starfandi leikhús sem á hvergi heima og líkar það bara vel. Draumaleikhúsið hefur engin landamæri þegar kemur að leiklist og fer í fjölbreytt verkefni.

Leikhúsið var stofnað 2018 og var fyrsta verkefnið leikrit um systkinin Gutta & Selmu sem sýnt var í Laugarborg á Handverkshátíðinni það árið en næsta uppsetning var á Fullkomnu brúðkaupi í Hofi Akureyri.

Það má segja að Draumaleikhúsið sé stofnað upp úr Leikhópnum Grímunum sem setti upp þrjú verk á Akureyri, Berness, já takk & franskar á millli, Gúgglaðu það bara og Tuma tímalausa í álfheimum.

Draumaleikhúsið setur upp leiksýningar, gerir stuttmyndir, heldur námskeið og lætur drauma rætast.

Hægt er að nálgast útvarpsleikritið HÉR 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir