Lesum í allt sumar: Söguboltinn rúllar áfram

Þátttökuseðill. Mynd: www.mms.is
Þátttökuseðill. Mynd: www.mms.is

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Menntamálastofnun, KSÍ, samtök Heimilis og skóla, SFA og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hafa skipulagt Söguboltaleikinn sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri. 

Sumarið er tími samverunnar, útivistar og leikja en það er líka mikilvægt að minna unga fólkið á að lesa.  Rannsóknir sýna að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í fríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það þarf ekki mikið til að krakkar viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum í lestri.  Til þess nægir að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið eða að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í u.þ.b. 15 mínútur í senn. 

Það er auðvelt að taka þátt í Söguboltaleiknum. Aðeins þarf að leysa verkefnin á þátttökublaðinu og senda mynd af því útfylltu til Menntamálastofnunar, á netfangið leikur@mms.is  fyrir 15. ágúst nk. Dregin verða út þátttökuverðlaun í lok sumars og fá 23 þátttakendur glæsilega vinninga frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Þátttökublaðinu verður dreift með Fréttablaðinu á morgun, laugardag, en það er einnig aðgengilegt á heimasíðu Menntamálastofnunar.

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir