Ljómarall í Skagafirði
23 áhafnir eru skráðar til leiks í Ljómaralli sem fram fer í Skagafirði laugardaginn 28. júlí nk. Keppnin er þriðja keppni sumarsins í Íslandsmeistaramótinu í ralli og óhætt er að segja að staðan sé spennandi og barist verði um hvert stig til síðasta metra í keppninni.
Þeir sem vilja skoða stöðuna í Íslandsmeistaramótinu nánar ættu að líta á vef Akstursíþróttasambands Íslands.
Keppnin fer fram í samræmi við reglur Akstursíþróttasambands Íslands, veitt eru viðeigandi leyfi landeigenda, Vegagerðar, sveitarfélaga og lögreglustjóra. Vegfarendum er skylt að virða lokanir og fyrirmæli starfsmanna keppninnar. Reynt er haga keppnishaldi og kynna lokanir svo rask fyrir almenning verði sem minnst.
Vegna keppninnar verða eftirfarandi vegir lokaðir tímabundið fyrir almennri umferð svo sem hér segir:
Vegur nr. 35 um Mælifellsdal / Mælifellsdalsvegur F756 um 4,5 km frá Efribyggðarvegi nr. 751 að Bugavatni. Við þetta lokast einnig aðkoma af vegslóða um Gilhagadal inn á fyrrnefndan veg.
Fyrsti bíll Vegi lokað Vegur opnast
Sérleið 1 – Mælifellsdalur I 08:50 08:10 13:00
Sérleið 2 – Mælifellsdalur II 10:00 08:10 13:00
Sérleið 3 – Mælifellsdalur III 11:10 08:10 13:00
Sérleið 4 – Mælifellsdalur IV 12:20 08:10 13:00
Vegur nr. 752 / F752 Skagafjarðarleið frá afleggjara á móts við Litlu-Hlíð / Hof og Hofsvelli að Þorljótsstöðum. Þessi vegur er í raun norðasti hluti af Sprengisandsleið, Skagafjarðarmegin.
Fyrsti bíll Vegi lokað Vegur opnast
Sérleið 5 – Vesturdalur I 13:40 13:00 15:00
Sérleið 6 – Vesturdalur II – Ofursérleið 14:25 13:00 15:00
Vegur um Nafir innanbæjar á Sauðárkróki, ofan (vestan) elsta bæjarhlutans. Leiðin verður afmörkuð með merkingum.
Fyrsti bíll Vegi lokað Vegur opnast
Sérleið 7 – Nafir I 16:15 15:55 17:10
Sérleið 8 – Nafir II 16:40 15:55 17:10
Áhugasamir geta að sjálfsögðu fylgst með. Aðalatriði er að fólk og faratæki sé í öruggri fjarlægð.
Ræst verður frá Skagfirðingabúð kl. 8:00 en stjórnstöð keppninnar verður í húsnæði TM við Ártorg. Keppnisstjóri er Þórður Ingvason og síminn hjá honum er 698 4342.
Keppendur koma í endamark við Skagfirðingabúð kl. 17:30 og þar fer fram verðlaunaafhending. Þangað eru allir velkomnir.
Þeir sem vilja fylgjast með keppninni á vefmiðlum ættu að skoða facbook síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar og vefsíðuna: www.rallytimes.is
Góða skemmtun!
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.