Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Undanfarin ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Nú um helgina verður enn á ný efnt til Maríudaga á Hvoli og verður opið frá kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti fjölskyldunnar og sóknarnefndarinnar.
Þeir sem sýna að þessu sinni eru áhugaljósmyndarinn og bóndinn Eydís Ósk Indriðadóttir, listmálararnir og bændurnir Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir (Haddý á Hvalshöfða) og Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu og einnig verða til sýnis myndir eftir listmálarann og gullsmiðinn Gunnar Hjaltason.

Fjölskyldan býður alla hjartanlega velkomna.

Fleiri fréttir