Ný reglugerð um rafrænt bókhald
feykir.is
Gagnlega hornið
05.06.2013
kl. 11.13
Þann 1. júní tók gildi ný reglugerð nr. 505/2013, um rafræna reikninga, rafrænt bókhald, skeytamiðlun, skeytaþjónustu, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna reikninga- og bókhaldskerfa. Eitt af meginmarkmiðunum með setningu nýju reglugerðarinnar er að tryggja jafna stöðu reikninga á pappír og á rafrænu formi. Nýja reglugerðin leysir af hólmi reglugerð nr. 598/1999 um sama efni, segir á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.