Nýr forstöðumaður ráðinn

Ari Jóhann Sigurðsson. Mynd:Sveitarfélagið Skagafjörður.
Ari Jóhann Sigurðsson. Mynd:Sveitarfélagið Skagafjörður.

Ari Jóhann Sigurðsson hóf í dag störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni.

 Í upphafi árs 2016 var samþykktur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á þjónustusvæðinu er Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag og veitir fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum þjónustu. Þjónusta innan svæðisins er veitt á jafnræðisgrundvelli og byggja ákvarðanir um veitingu hennar á mati á þjónustuþörf. Sömu viðmið gilda um þjónustustig á svæðinu öllu. Aðildarsveitarfélögin eru Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd, að því er segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag.

Fleiri fréttir