Óbærilegur léttleiki Laufskálaréttar

Í gær frumsýndi Króksbíó glænýja skagfirska heimildarmynd eftir Árna Gunnarsson sem fjallar um ýmislegt sem viðkemur réttarstörfum í Laufskálarétt í Skagafirði. Árni segist vera himinlifandi með viðtökur gesta enda mjög góðar. Önnur sýning verður í kvöld klukkan 20:00.

Aðspurður segir Árni kannski verða með aukasýningu fyrir kúabændur síðar í desember þar sem þessi tími sé ekki hentugur fyrir þá. Of snemmt sé þó að gefa það út strax svo allir ættu að drífa sig í kvöld og sjá þá Halldór í Brimnesi, Steinþó í Kýrholti, Birgi á Bakka og fleiri fara á kostum. Miðaverð er kr. 1500 og miðapantanir í síma 45305216.

Fleiri fréttir