Öflugt vísindastarf á Hólum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir frá því að árið sem var að líða hafi verið gjöfult hjá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Þar var stundað öflugt vísindastarf og sérfræðingar deildarinnar og framhaldsnemendur birtu niðurstöður rannsóknarvinnu sinnar í tólf vísindagreinum og bókarköflum.

Auk þess var fjallað um niðurstöðurnar með fyrirlestrum á ráðstefnum og fundum. Á heimasíðu skólans má sjá lista yfir fræðgreinarnar sem birtar voru.

 

 

Fleiri fréttir