Opið hús í þurrkhúsi Fisk
feykir.is
Skagafjörður
29.01.2015
kl. 14.44
Ný verksmiðja Fisk Seafood að Skarðeyri 13 á Sauðárkróki verður opin almenningi til sýnis næstkomandi sunnudag frá kl. 15 til 17. Um er að ræða verksmiðju fyrir þurrkaðar afurðir sem hefur verið í smíðum síðan vorið 2013.
Þurrkverksmiðjan er hluti af þeirri stefnu að auka landvinnsluna hjá fyrirtækinu og byggir á því að nýta hráefnið og hvern ugga sem best. Með aukinni og fjölbreyttari vinnslu í frystihúsinu kemur meira hráefni þangað inn og þar af leiðandi fellur meira til. Í verksmiðjunni verður hægt að þurrka hausa, hryggi, afskurð og gera verðmæti úr öllu sem til fellur.