Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Á Illugastöðum á Vatnsnesi. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti styrk á þessu ári til að útbúa göngustíg að smiðjuskeri Natans í tvær áttir, breikka aðkomu ferðamanna að bílastæði og setja upp þrjú skilti sem leiðbeina ferðamanninum um svæðið. Mynd: Visithunathing.is
Á Illugastöðum á Vatnsnesi. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti styrk á þessu ári til að útbúa göngustíg að smiðjuskeri Natans í tvær áttir, breikka aðkomu ferðamanna að bílastæði og setja upp þrjú skilti sem leiðbeina ferðamanninum um svæðið. Mynd: Visithunathing.is

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Sjóðnum er ennfremur ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

Umsóknarfrestur er frá og með 1.október til miðnættis 28. október 2018. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Nánar má kynna sér efnið hér.

Á miðvikudaginn kemur, 10. október, klukkan 13:00 verður haldinn kynningarfundur um umsóknarferlið á Veitingahúsinu Greifanum á Akureyri,. Þar mun starfsfólk Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fara yfir umsóknarferlið og svara spurningum en Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita umsækjendum leiðbeiningar við undirbúning og gerð umsókna. Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Að auki hefur ferðamálastofa birt fræðslumyndband þar sem farið er í gegnum gerð umsóknar:   https://ferdamalastofa.wistia.com/medias/tq1uyu4zt7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir