Opnunartímar sundlauga um páskana á Norðurlandi vestra
Nú þegar páskarnir eru á næsta leyti og útséð með það að komast á skíði í Tindastól er alveg tilvalið að skella sér í sund, segja þeir sem vit hafa, enda löng fríhelgi og rauðar tölur í kortunum. Svo óheppilega vildi til að rangar tímasetningar voru auglýstar í Sjónhorninu um hvenær væri opið í sundlaugunum í Varmahlíða og á Hofsósi.
Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla páskadagana frá skírdegi til annars í páskum kl 12:00-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10:00-17:30. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin föstudaginn langa kl 14:00-20:00 og á laugardaginn kl 13:00-16:00 Sundlaug Sauðárkróks er enn lokuð vegna framkvæmda. Sjá HÉR.
Á Blönduósi verður opið alla páskadagana, frá 10 og ýmist til 16 eða 18, utan föstudagsins langa en þá er lokað. Sjá HÉR.
Á Hvammstanga verður sundlaugin opin alla dagana frá 10 – 16 nema páskadag. Þá er lokað. Sjá HÉR.
Á Skagaströnd verður sundlaugin einnig lokuð á páskadag, annars opin aðra daga páskahelgarinnar frá klukkan 13 – 16, nema laugardag þá lokar klukkutíma seinna. Sjá HÉR.
Á heimasíðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi er hægt að fara í sýndarskoðunartúr með hjálp 360° myndum líkt og maður sé sjálfur á staðnum. HÉR er hægt að skoða það.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.