Opnunartími sundlauga um páskahelgina
Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við því með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Íþróttamiðstöðin á Hvammstanga:
Skírdagur kl. 10 - 16.
Föstudagurinn langi kl. 10 - 16.
Laugardagur kl. 10 - 16.
Páskadagur lokað.
Annar í páskum kl. 10 - 16.
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi:
Skírdagur kl. 10 – 16.
Föstudagurinn langi lokað.
Laugardagur kl. 10 - 18.
Páskadagur kl. 10 - 16.
Annar í páskum kl. 10 - 16.
Frá og með páskadegi, 16. apríl og til og með 28. maí er opið á sunnudögum frá kl. 10 til 16. Sumaropnun hefst 1. júní.
Sundlaugin Sauðárkróki:
Opið verður kl. 10 - 17:30 alla páskahelgina.
Sundlaugin Hofsósi:
Opið verður kl. 12 - 17:30 alla páskahelgina.
Sundlaugin Varmahlíð:
Opið verður kl. 10 - 15 en lokað á föstudaginn langa og páskadag.
Í næstu viku er sumardagurinn fyrsti fimmtudaginn 20. apríl og þá er opið á Sauðárkróki kl. 10-16, á Hofsósi kl. 7-13:30 og 17-20 og í Varmahlíð kl. 10-15.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.