Ósáttir við framkvæmdir á landareigninni
Eigendur jarðarinnar Barðs í Húnaþingi vestra telja að verið sé að grafa hitaveitulögn í gegnum land þeirra í óleyfi. Vilja þeir stöðva framkvæmdir og halda því fram að sveitarfélagið Húnaþing vestra hafi ekki framkvæmdaleyfi í þeirra landareign. Á Rúv.is kemur fram að verktakinn hafi verið kominn um 300 metra inn í landið.
Samkvæmt Rúv var lögregla kölluð til og málið tilkynnt til Skipulagsstofnunar en sveitarstjórinn segir þetta ekki hafa verið tilkynnt sveitarfélaginu. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, segir ekki rétt að þarna skorti framkvæmdaleyfi. „Landeigandi skuldbatt sig til að taka inn hitaveitu í byrjun árs 2016. Svo hefur lagnaleiðin verið kynnt og henni breytt að þeirra ósk og við fengið staðfestingu frá landeigenda, í tölvupósti reyndar, um að það sé í lagið að fara yfir landið,“ segir Guðný á Rúv.is
Sjá frétt Rúv HÉR