Óskilamunir seinasta árs- seinasti séns til að nálgast þá!
feykir.is
Skagafjörður
13.01.2015
kl. 11.34
Annað slagið kemur fólk í afgreiðslu Nýprents með ýmsa óskilamuni í von um að við náum að koma hlutunum til réttra eigenda.
„Í byrjun árs þarf að hreinsa aðeins til, og þar sem ýmsir af þessum hlutum hafa dagað uppi hér í móttökunni neyðumst við til að henda þessu ef eigandi finnst ekki.
Hlutina má finna á meðfylgjandi mynd, og munum við henda þeim í vikulok ef enginn hefur nálgast þetta,“ segir í fréttatilkynningu frá Nýprent.