Pannavöllur á Skagaströnd

Pannavellir hafa m.a. verið settir upp á öllum starfsstöðum Grunnskóla Borgarfjarðar og keypti sveitarfélagið vellina í gegnum UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. Mynd: gbf.is.
Pannavellir hafa m.a. verið settir upp á öllum starfsstöðum Grunnskóla Borgarfjarðar og keypti sveitarfélagið vellina í gegnum UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. Mynd: gbf.is.

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ en verið er að koma tíu slíkum völlum um landið. Einn þeirra mun verða settur niður á Skagaströnd.

Á heimasíðu UMFÍ segir að pannavellir hafi slegið víða í gegn, ekki síst eftir að Moli fór um landið í fyrra með tvo velli sem UMFÍ lánaði honum. „Svo mikil var ánægjan með vellina að KSÍ keypti velli af UMFÍ í tengslum við verkefnið „Komdu í fótbolta“.  Moli er Akureyringurinn Siguróli Kristjánsson, sem hefur umsjón með verkefninu,“ segir í færslu félagsins. 

Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti einum eftir ákveðnum reglum. „Pannavellirnir eru mjög hentugir í minni bæjum þar sem krakkar vilja spreyta sig í einn á móti einum eða tveimur. En svo eru vellirnir litlir og ansi mikið aksjón á þeim,“ segir Dagur Sveinn Dagbjartsson hjá KSÍ. Hann hefur lofað pannavellina í bak og fyrir og boðið sveitarfélögum að vera með í stórri pöntun á þeim.

Auk Skagastrandar fara pannavellir til Ungmennafélags Langnesinga á Þórshöfn, Flúða, Bláskógabyggðar, Hafnarfjarðar, Keflavíkur, Reykhóla og Dalvíkur og kemur það fram á umfi.is að vellirnir séu þegar farnir af stað og ættu þeir að berast viðtakendum á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir