Pönk á Laugarbakka um helgina

Norðanpaunk, fer fram á Laugarbakka um verslunarmannahelgina en það er árlegt ættarmót pönkara.  Félag áhugamanna um íslenska jaðartónlist heldur Norðanpaunk og er aðgangur eingöngu ætlaður meðlimum.
Alls koma yfir 40 hljómsveitir fram, bæði íslenskar og erlendar, m.a. Wormlust, Pink Street Boys, Dead Herring, Kælan mikla og Slor.  Uppselt er á mótið.
 

Nánari upplýsingar fást á www.facebook.com/nordanpaunk eða á www.nordanpaunk.org.

Fleiri fréttir