Refir leggjast á lömb í Skagafirði
Birgir Hauksson, refaskytta, felldi á dögunum refi af hvíta litaafbrigði íslenska refsins, en dýrin höfðu lagst á lambfé Hlífars Hjartarssonar, bónda í Víðiholti fyrir ofan Varmahlíð.
Hvíta litarafbrigði íslenska refsins sem er hvítt um vetur en grátt á sumrin. Segja má að dýrbítir leggist á lömb bænda óvenju snemma þetta vorið í Skagafirði. Í Víðiholti hvarf lamb úr burðarhólfi skammt fyrir ofan bæinn sl. mánudag og
sáust blóðslóðir þar sem nýborið lambið hafði verið drepið og dregið í burtu. Næstu nótt felldi Birgir Hauksson refaskytta tvö hvít dýr, skammt frá þar sem ærnar voru að bera. Voru það refur og læða og var hún gotin fyrir nokkru sem er óvanalega snemmt. Fágætt er að refir leggist á lambfé svo
snemma vors og skýrist það líklega af því að stöku refalæður eru farnar að gjóta fyrr vegna hlýnandi veðurfars og mildra vetra.