Rostungur við ósa Blöndu

Rostungurinn liggur makindalega við ósa Blöndu en mikilvægt er að fara ekki of nálægt til að styggja hann ekki. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Rostungurinn liggur makindalega við ósa Blöndu en mikilvægt er að fara ekki of nálægt til að styggja hann ekki. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi er útsjónarsamur ljósmyndari og frægur fyrir fuglamyndir sínar sem og aðrar sem hann tekur af náttúrunni og af þeim sökum leitar hann gjarnan að réttu birtuskilyrðunum. Hann er því oft á ferð meðan aðrir sofa og þannig var það í morgun þegar hann rakst á stærðar rostung við ósa Blöndu snemma í morgun.

„Ég var búinn að vera að þvælast um nágrennið en ég vissi af uglu hérna sem hefur verð að veiða sér bráð á þessum tíma dags, í birtuskilunum. Svo keyrði ég niður að Blönduós um hálf sjö, rétt áður en ég opna í Íþróttamiðstöðinni, og sá þá þennan svakalega rostung liggja í makindum sínum í fjörunni,“ segir Róbert í samtali við Feyki. Hann telur skepnuna vera um þriggja metra langa og óvenju spaka. „Ég komst nokkuð nálægt honum en ég þorði þó ekki að fara of nærri því ég var hræddur um að stygga hann en ég var komin u.þ.b. 100 metra að honum. Virkilega gaman að sjá svona stóra skepnu í návígi, eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi.“ Róbert segir að hægt sé að sjá rostunginn ágætlega frá vesturbakkanum og líklega best ef komið er gangandi Bakkastíginn. „Aðal atriðið að fara ekki of nálægt honum því þá gæti hann farið af stað.“

ÞESSI FRÉTT ER APRÍLGABB!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir